fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Haaland svarar gagnrýnendum: ,,Mér er alveg sama“

Victor Pálsson
Laugardaginn 18. febrúar 2023 15:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Haaland, leikmaður Manchester City, tekur ekki eftir gagnrýnisröddunum sem hafa gagnrýnt hann töluvert undanfarnar vikur.

Einhverjir vilja meina að Man City sé ekki betra lið með Haaland innanborðs þó að hann sé búinn að skora 26 mörk í deildinni á tímabilinu.

Það er í raun fáránlegt að gagnrýna Norðmanninn sem stefnir á að bæta markametið í ensku deildinni.

Haaland komst á blað í vikunni í 3-1 sigri á Arsenal en hann kvartaði áður yfir því að fá ekki næga þjónustu í fremstu víglínu.

,,Það mikilvægasta er að við höldum áfram að vinna leiki og gera það sem stjórinn segir okkur að gera,“ sagði Haaland.

,,Gagnrýnendurnir verða alltaf þarna og mér er alveg sama. Ég get ekki stjórnað því sem fólk segir. Ég get bara einbeitt mér að sjálfum mér.“

,,Ég nýt lífsins með fólkinu í kringum mig, fjölskyldu og vinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum