fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Gefast ekki upp á Bellingham en vita að möguleikinn er ekki mikill

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur enn áhuga á Jude Bellingham og ætlar sér að taka þátt í kapphlaupinu um hann. Þetta kemur fram í Daily Telegraph.

Bellingham er einn allra eftirsóttasti leikmaður heims. Hann er á mála hjá Borussia Dortmund en það þykir ansi líklegt að enski miðjumaðurinn fari annað næsta sumar.

Talið er að Liverpool og Real Madrid leiði kapphlaupið um Bellingham, sem verður líklega rándýr.

Chelsea hefur hins vegar áhuga en er samkvæmt fréttum langt frá því að vera líklegasti áfangastaður Bellingham .

Frá komu Todd Boehly til félagsins hefur Chelsea eytt yfir 600 milljónum punda. Liðið situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Chelsea áttar sig á að það verður ansi erfitt að klófesta Bellingham en hefur ekki gefið upp vonina.

Bellingham hefur verið frábær fyrir Dortmund frá því hann kom til félagsins frá Birmingham 2020. Frábær frammistaða hans með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar var ekki til að minnka áhugann á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar