fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Gefast ekki upp á Bellingham en vita að möguleikinn er ekki mikill

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur enn áhuga á Jude Bellingham og ætlar sér að taka þátt í kapphlaupinu um hann. Þetta kemur fram í Daily Telegraph.

Bellingham er einn allra eftirsóttasti leikmaður heims. Hann er á mála hjá Borussia Dortmund en það þykir ansi líklegt að enski miðjumaðurinn fari annað næsta sumar.

Talið er að Liverpool og Real Madrid leiði kapphlaupið um Bellingham, sem verður líklega rándýr.

Chelsea hefur hins vegar áhuga en er samkvæmt fréttum langt frá því að vera líklegasti áfangastaður Bellingham .

Frá komu Todd Boehly til félagsins hefur Chelsea eytt yfir 600 milljónum punda. Liðið situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Chelsea áttar sig á að það verður ansi erfitt að klófesta Bellingham en hefur ekki gefið upp vonina.

Bellingham hefur verið frábær fyrir Dortmund frá því hann kom til félagsins frá Birmingham 2020. Frábær frammistaða hans með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar var ekki til að minnka áhugann á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi