Manchester City og Arsenal mætast í fyrsta sinn á þessari leiktíð í kvöld. Þá eigast þau við í 32-liða úrslitum enska bikarsins.
Um risaleik er að ræða. Þetta eru tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar en þau eiga enn eftir að mætast á þessari leiktíð.
Pep Guardiola er stjóri City en Mikel Arteta er við stjórnvölinn hjá Arsenal. Sá síðarnefndi var áður aðstoðarþjálfari Guardiola hjá City.
„Hann fór í sitt félag, þetta var félag drauma hans. Hann spilaði þarna, var fyrirliði og elskaði félagið,“ segir Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik.
Hann segir Arteta alltaf hafa dýrkað Arsenal, líka þegar hann vann hjá City.
„Ég man það þegar við spiluðum á móti þeim. Hann fagnaði alltaf mörkunum okkar með því að stökkva upp nema gegn einu liði. Það var eitt lið sem við skoruðum gegn, ég hoppaði upp og fagnaði en þegar ég kom til baka sat hann bara þarna. Það var Arsenal.“
🗣 „Always he jumps and celebrates, except one team. One team every time we score a goal I jump, come back he was sitting there. It was Arsenal. I said that guy likes Arsenal.“
Pep Guardiola knew about Mikel Arteta’s great love for Arsenal from when he was working at Man City pic.twitter.com/DhhqHVV4jD
— Football Daily (@footballdaily) January 26, 2023
Leikur City og Arsenal hefst klukkan 20 í kvöld.