Kolo Toure, fyrrum leikmaður liða á borð við Arsenal og Manchester City hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra enska B-deildar liðsins Wigan Athletic eftir aðeins tvo mánuði í starfi.
Toure hafði verið í hluti af þjálfarateymi enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City þegar að kallið frá Wigan kom í nóvember á síðasta ári og var það fyrsta knattspyrnustjórastarfið sem hann tók að sér.
Það fór hins vegar ekki sem skyldi. Toure stýrði Wigan í níu leikjum og tapaði liðið sex af þeim leikjum og gerði þrjú jafntefli.
Wigan situr nú á botni ensku B-deildarinnar.
Wigan Athletic can confirm that they have parted company with First Team Manager, Kolo Touré.#wafc 🔵⚪️ #BELIEVE
— Wigan Athletic (@LaticsOfficial) January 26, 2023