fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Greina frá miklu höggi fyrir forráðamenn félagsins – Hefur ekki áhuga á að taka við

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 12:30

Marcelo Bielsa stýrði Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildin á sínum tíma / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcelo Biel­sa er hefur miklar efa­semdir gagn­vart því að taka að sér starf knatt­spyrnu­stjóra hjá enska úr­vals­deildar­fé­laginu E­ver­ton eftir að Frank Lampard var sagt upp störfum í gær, innan við ári frá því að hann var ráðinn í starfið.

Frá þessu greinir Daily Mail en Biel­sea er sagður vera fyrsti kostur for­ráða­manna E­ver­ton í starfið og hefur fé­lagið nú þegar sett sig í sam­band við stjórann reynslu­mikla.

Daily Mail greinir þessar vendingar sem mikið högg fyrir for­ráða­menn E­ver­ton en ó­víst er á þessari stundu hvort E­ver­ton ætli sér að reyna sann­færa stjórann eða skipta um stefnu og reyna við aðra knatt­spyrnu­stjóra.

Sean Dyche, fyrrum knatt­spyrnu­stjóri Burnely hefur lengi vel verið talinn lík­legasti arf­taki Lampard hjá E­ver­ton en Daily Mail segir efa­semdar­raddir meðal for­ráða­manna E­ver­ton um það hvort hann sé rétti maðurinn í starfið.

Sam Allar­dyce, fall­bar­áttu­meistari og fyrrum lands­liðs­þjálfari Eng­lands hefur verið að fá aukið vægi í um­ræðunni um næsta knatt­spyrnu­stjóra E­ver­ton. Reynsla hans að bjarga liðum frá falli í ensku úr­vals­deildinni hefur þar mikið að segja.

Allar­dyce var á mála hjá E­ver­ton í sex mánuði á árununum 2017-2018. Hann bjargaði liðinu frá falli á þeim tíma og stýrði þeim upp í 8. sæti ensku úr­vals­deildarinnar.

Everton er sem stendur í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 15 stig eftir 20 umferðir, tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni og aðeins þrjá sigra á bakinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“