fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Arnar opnar sig um gagnrýnisraddirnar sem urðu ansi háværar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. desember 2022 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karlalandsliðsins viðurkennir að það hafi ekki alltaf verið gaman að lesa gagnrýni um sig í hans tíð við stjórnvölinn. Hann telur þó eðlilegt að fólk hafi skoðanir á sér og landsliðinu.

Arnar var gestur í sjónvarpsþætti 433.is í síðustu viku. Þar var farið yfir víðan völl en meðal annars þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi í þjálfaratíð hans.

„Það er ekkert leyndarmál að þetta var ekkert auðvelt eða einfalt,“ segir Arnar. „Öll gagnrýni er eðlileg. Sem þjálfari er alltaf gagnrýni.“

„Það var ekkert alltaf auðvelt fyrir mig að svara spurningunum. Sumum finnst ég hafa sagt og mikið, sumum of lítið. Það var bara oft ekkert einfalt að svara spurningum, hvort það var vegna persónuverndarlaga eða ekki.“

Arnar skilur hluta gagnrýninnar.

„Ef það er gagnrýni og hún á rétt á sér er það eitthvað sem ég er líka búinn að sjá og hún á rétt á sér. Maður reynir að leiða þetta hjá sér þó að maður sjái að sjálfsögðu lesi og það er ekkert alltaf gaman.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
Hide picture