William Saliba, leikmaður Arsenal, hefur farið frábærlega af stað í ensku úrvalsdeildinni ogh efur vakið mikla athygli á tímabilinu.
Saliba fær loksins tækifæri með Arsenal eftir nokkur ár þar sem hann hefur þurft að spila annars staðar í láni.
Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano segir að Barcelona hafi viljað fá Saliba í sumar, ef félaginu hefði ekki tekst að fá Jules Kounde frá Sevilla.
Þar spilaði Chelsea nokkuð stórt hlutverk en liðið var lengi í baráttunni um Kounde og virtist líklegast til að tryggja sér hans þjónustu um tíma.
Ef Kounde hefði skrifað undir samning við Chelsea þá hefði Barcelona gert allt til að fá Saliba í sínar raðir sem varð að lokum ekki raunin.
Það er alltaf erfitt fyrir leikmenn að segja nei við Barcelona og ef Kounde hefði endað á Englandi eru góðar líkur á að Saliba hefði endað á Nou Camp.