fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Verður enginn dans á rósum fyrir Heimi – Dóttir Bob Marley áberandi í umræðunni um umdeilda ákvörðun

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að Heimir Hallgrímsson taki við karlalandsliði Jamaíka fyrir helgi. Starfið er spennandi en þó hefur verið töluvert fjaðrafok í kringum knattspyrnusamband Jamaíka undanfarið.

Þessi fyrrum landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands hefur verið án starfs í þjálfun í rúmt ár eða frá því að samningur hans við katarska félagið Al Arabi rann sitt skeið á síðasta ári. Hann hefur þó verið ráðgjafi hjá ÍBV í sumar.

Vinnubrögð landsliðs Jamaíka hafa verið gagnrýnd. Einn af þeim sem hefur gert það er Andre Blake, markvörður. Hann sagði að vandamál utan vallar væru mörg og að það hefði áhrif á gengi landsliðsins innan hans.

Hann var ekki valinn í nýjasta landsliðshópinn, sem mætir Argentínu síðar í mánuðinum. Vakti það mikla athygli, en hann er fyrirliði liðsins.

Sjálfur segist Blake ekki hafa fengið skýringar á þessu og ýjar þannig að því að ummæli hans hafi haft áhrif á valið.

Cedella Marl­ey, dóttir tónlistarmannsins Bob Marl­ey, er ein af þeim sem hefur gagnrýnt sambandið fyrir þetta.

„Hvernig getur fyrir­liði lands­liðsins ekki verið valinn í lands­liðs­hópinn fyrir sögu­legan leik gegn Argentínu. Hvers vegna finnst mér eins og verið sé að refsa honum fyrir að standa upp og gagn­rýna knatt­spyrnu­sam­band Jamaíka? Allur heimurinn er að horfa á ykkur. Þið getið blekkt ein­hverja en ekki alla,“ skrifar Cedella Marl­ey í færslu á Insta­gram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool snúast gegn Diaz vegna ummæla hans

Stuðningsmenn Liverpool snúast gegn Diaz vegna ummæla hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Furðumark er Tottenham lagði Arsenal – Myndband

Furðumark er Tottenham lagði Arsenal – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allt opið hjá íslensku liðunum í kvöld – Fylgir KA eftir mögnuðum úrslitum?

Allt opið hjá íslensku liðunum í kvöld – Fylgir KA eftir mögnuðum úrslitum?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vilja fá hann aftur til Englands og gera Juventus tilboð

Vilja fá hann aftur til Englands og gera Juventus tilboð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skynja að Sesko nálgist United og skoða aðra kosti

Skynja að Sesko nálgist United og skoða aðra kosti
433Sport
Í gær

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða
433Sport
Í gær

Lúðvík valdi hóp sinn fyrir mót í Ungverjalandi

Lúðvík valdi hóp sinn fyrir mót í Ungverjalandi