fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
433Sport

Besta deildin: Skoraði þrennu gegn Val til að tryggja fyrsta sigur sumarsins

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 17:55

Hetjan!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV 3 – 2 Valur
1-0 Halldór Jón Sigurður Þórðarson (’30)
2-0 Halldór Jón Sigurður Þórðarson (’61)
2-1 Aron Jóhannsson (’75)
2-2 Aron Jóhannsson (’78)
3-2 Halldór Jón Sigurður Þórðarson (’90)

Það fór fram ótrúlegur leikur í Bestu deild karla í kvöld er ÍBV og Valur áttust við í Eyjum.

ÍBV hafði ekki unnið leik fyrir viðureign kvöldsins en loksins, loksins varð breyting á því.

Halldór Jón Sigurður Þórðarson skoraði fyrstu tvö mörk ÍBV í kvöld en eitt af þeim kom í fyrri og það seinna í seinni hálfleik.

Aron Jóhannsson minnti í kjölfarið á sig fyrir Valsmenn og skoraði tvö mörk með stuttu millibili til að jafna metin. Hann hafði komið inná sem varamaður á 57. mínútu.

Það stefndi allt í jafntefli en ÍBV fékk vítaspyrnu á 89. mínútu sem Felix Örn Friðriksson klikkaði á, Fredrik Schram varði spyrnuna.

Aðeins einni mínútu síðar komust Eyjamenn svo yfir á ný er Halldór var aftur á ferðinni og skoraði sitt þriðja mark.

Það dugði til sigurs í dag en ÍBV er nú loksins búið að vinna leik eftir 13 umferðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Taka enga sénsa og semja við Foden á næstunni

Taka enga sénsa og semja við Foden á næstunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Markahrókurinn greindi tárvotur frá endalokum síns ferils – El Pipita lætur gott heita

Markahrókurinn greindi tárvotur frá endalokum síns ferils – El Pipita lætur gott heita
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fylgjast með stöðu mála en telja sig vita að Messi snúi heim í næsta sumar

Fylgjast með stöðu mála en telja sig vita að Messi snúi heim í næsta sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jákvæðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal – Félagið vongott um að semja við tvo lykilmenn

Jákvæðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal – Félagið vongott um að semja við tvo lykilmenn