Everton bjargaði sér í falli úr ensku úrvalsdeildinni í gær með 3-2 sigri á Crystal Palace. Sigurinn styrkir án efa stöðu félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar en þrátt fyrir það er talið að kroppað verði í einhverja leikmenn.
Samkvæmt frétt Football Insider er líklegt að framherjinn Dominic Calvert-Lewin yfirgefi Everton í sumar.
Calvert-Lewin hefur aðeins leikið sextán leiki í ensku úrvaldseildinni á þessari leiktíð. Hann hefur verið töluvert meiddur. Hann hefur skorað fimm mörk í þessum leikjum en á síðustu leiktíð raðaði hann inn mörkunum.
Arsenal hefur verið orðað við Calvert-Lewin en félagið er í leit að framherja.
Everton heimsækir Arsenal einmitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Ef fréttirnar eru sannar gæti sá leikur orðið sá síðasti hjá Calvert-Lewin í Everton treyjunni.