fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Krufning á dramatískri uppsögn Rúnars: ,,Mér finnst það ömurlegt“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 10:56

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis. Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru stórar fréttir í vikunni þegar tilkynnt var um uppsögn Rúnars Páls Sigmundssonar frá Stjörnunni. Því hefur verið velt upp hvort að ástæðan fyrir uppsögn þjálfarans hafi verið vegna afskiptasemi stjórnarmeðlima hjá félaginu. Talið er að óánægja hafi verið í stjórninni með það að Sölvi Snær Guðbjargarson hafi fengið að spila með félaginu í fyrsta leik Íslandsmótsins gegn Leikni. Samningur leikmannsins rennur út næsta sumar og hefur hann verið orðaður við Breiðablik. Málið var krufið í þættinum ,,Pepsi Max Stúkan“ á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Í setti í gær hjá Guðmundi Benediktssyni voru þeir Ólafur Jóhannesson og Baldur Sigurðsson. Ólafur stýrði Stjörnunni með Rúnari á síðustu leiktíð. Baldur lék undir stjórn Rúnars með Stjörnunni í fjögur tímabil, frá 2016 til 2019.

,,Þetta eru ekki góðar fréttir fyrri stjörnuna, ég fullyrði það. Reyndar búa þeir svo vel að þeir hafa Þorvald. Þorvaldur er reynslumikill í þessu, það hjálpar þeim,“ sagði Ólafur um málið.

Guðmundur sagðist svo hafa heyrt af erfiðleikum í samstarfi á milli stjórnar og Rúnars. Þá bendir hann á það að flestir ræði Sölva í tengslum við þessa erfiðleika. Óánægja á meðal stjórnarmeðlima með það að Sölvi hafi fengið að spila án þess að hafa skrifað undir samning á að hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Rúnari.

,,Ef að þetta er rétt, að einhver í stjórn Stjörnunnar ætli að fara að hafa áhrif á þetta, hvaða leikmenn hann velur í liðið, þá finnst mér þetta galið og skil Rúnar fullkomlega að hafa gengið frá þessu,“ sagði Guðmundur.

Baldur tók í sama streng. ,,Við heyrum allir þessar sögur sem eru í gangi og ef að þetta er rétt þá er þetta bara mjög vont, mjög vont fyrir Stjörnuna, mjög vont fyrir fyrir umhverfið, sem er þá leikmenn, þjálfarar, stjórn.“

Baldur bætti við að nánast enginn þjálfari á Íslandi þyki jafn vænt um félagið sitt og Rúnari. ,,Ég meina það af fullri alvöru. Þannig að það að hann skulu segja upp þegar það er bara einn leikur búinn af tímabili, þá er eitthvað mikið búið að ganga á. Ég trúi bara ekki öðru því miðað við ástríðuna sem hann hefur fyrir klúbbnum og þennan árangur.“

Þorvaldur Örglygsson, sem hefur þjálfað Stjörnuna með Rúnari undanfarna mánuði, er nú tekinn við. Guðmundur velti því upp hvort að hann myndi sætta sig við það að stjórnin skipti sér af leikmannavali.

,,Nei, það er náttúrulega prinsipp í þessu að þjálfarinn ræður. Þessir stjórnarmenn hafa allir miklar skoðannir. Það er nú stundum svolítið þreytt en allt í lagi. Þú auðvitað stendur með þínum þjálfara. Hann ræður liðinu og hverji spila. Ef þú ert ósáttur við það þá áttu bara að reka hann og taka við sjálfur,“ sagði Ólafur um vangaveltur Guðmundar.

Ólafi þykir það leitt að sögu Rúnars hjá Stjörnunni hafi lokið með þessum hætti. ,,Ég held að þetta Rúnars-mál hafi verið það að þetta sé meira en bara Sölva-málið, þó að Sölva-málið hafi fyllt mælinn hjá Rúnari. Svo er það annað mál. Geta menn ekki sest niður og talað saman án þess að það fari allt í hund og kött? Að vera búinn að vera þarna í þetta mörg ár og enda þetta svona, mér finnst það ömurlegt.“

Stjarnan heimsækir Keflavík í fyrsta leik Þorvalds við stjórnvölinn klukkan 19:15 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar