fbpx
Mánudagur 18.október 2021
433Sport

Magnús Már yfirgefur sviðið: Hóf störf aðeins 13 ára gamall – „140 cm á hæð og skrækróma á þessum tíma“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 13:22

Magnús Már Einarsson fyrrum ritstjóri © 365 ehf / Vilhelm Gunnarsson © 365 ehf / Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar í Lengjudeild karla hefur látið af störfum sem ritstjóri Fótbolta.net. Sagði hann starfi sínu lausu á dögunum. Magnús hefur verið potturinn og pannan á vefnum í rúm 19 ár, hefur hann ritstýrt miðlinum og verið andlit hans út á við. Hann einbeitir sér nú að uppeldi barna og starfinu sem þjálfari, Magnús er 32 ára gamall.

Síðustu ár hefur Magnús stýrt vefnum ásamt Elvari Geir Magnússyni sem stýrir nú vefnum einn. Magnús greinir frá þessu á Facebook síðu sinni.

„Eftir rúmlega 19 ára starf þá skrifaði ég mína síðustu frétt á fotbolti.net í maí síðastliðnum. Undanfarnar fimm vikur hef ég verið með Einar Inga, tveggja ára son minn, fótbrotinn heima og það opnaði aðeins augun fyrir því hversu mikið hefur verið að gera hjá mér undanfarin ár,“ sagði Magnús í færslu á Facebook en hann á von á sínu öðru barni.

„Því ákvað ég að minnka við mig í vinnu á næstunni eftir annasöm ár, njóta þess að þjálfa Aftureldingu í sumar og bíða spenntur eftir að taka á móti dóttur okkar,“ skrifar Magnús.

Magnús byrjaði 13 ára gamall að skrifa á vefinn sem oftar en ekki hefur notið mikilla vinsælda. „Fotbolti.net hefur verið risastór hluti af mínu lífi alla daga, allt árið um kring síðan árið 2002. Vorið 2002 stofnaði Hafliði Breiðfjörð síðuna og þegar ég sá auglýsingu þar sem auglýst var eftir fólki til að skrifa um leiki þá sótti ég um og byrjaði að skrifa um leiki hjá Aftureldingu. Eitt leiddi af öðru, 13 ára Maggi óð af stað, fór fljótt að skrifa meira og meira á síðuna. Þrátt fyrir að vera 140 cm á hæð og skrækróma á þessum tíma (og reyndar allt til 18 ára aldurs) var mér virkilega vel tekið og fljótlega var ég farinn að fjalla um leiki í öllum deildum og taka viðtöl við ýmsar stjörnur í boltanum,“ skrifar Magnús þegar hann rifjar upp starfið.

Magnús rifjar svo upp skemmtilegt atvik með einum merkasta þjálfara Fótboltans. „Jose Mourinho var reyndar ekki alveg að átta sig þegar ég bað hann um viðtal á Laugardalsvelli árið 2004….hann hélt líklega að það væri falin myndavél í gangi. Eftir útskrift úr framhaldsskóla árið 2009 fór ég í fullt starf á síðunni þar sem ég hef verið ritstjóri ásamt Elvar Geir Magnússon í áraraðir. Eftir að hafa skrifað 76918 fréttir á síðuna í gegnum tíðina er komið að kaflaskilum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bundesliga: Bayern slátraði Leverkusen í fyrri hálfleik

Bundesliga: Bayern slátraði Leverkusen í fyrri hálfleik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: West Ham tók öll stigin í Liverpool

Enska úrvalsdeildin: West Ham tók öll stigin í Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hin umdeilda Wanda Nara sögð hafa sparkað eiginmanninum – ,,Aftur skemmirðu fjölskyldu fyrir kynlíf“

Hin umdeilda Wanda Nara sögð hafa sparkað eiginmanninum – ,,Aftur skemmirðu fjölskyldu fyrir kynlíf“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Albert skoraði og lagði upp í stórsigri

Albert skoraði og lagði upp í stórsigri
433Sport
Í gær

Solskjaer: „Það verður kannski eitthvað að breytast“

Solskjaer: „Það verður kannski eitthvað að breytast“
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Chelsea stóð af sér látlausar sóknir Brentford manna

Enski boltinn: Chelsea stóð af sér látlausar sóknir Brentford manna