fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Pepsi Max-deild karla: FH-ingar voru manni fleiri í 70 mínútur en tókst þó ekki að vinna Íslandsmeistaranna

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH tók á móti Val í stórleik umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla. Heimamenn voru manni fleiri stærstan hluta leiksins en tókst þó ekki að sigra.

Á 7. mínútu leiksins kom hár bolti inn á teig Vals sem Matthías Vilhjálmsson kassaði niður á Steven Lennon. Johannes Vall komst í boltann en var þó nálægt því að renna boltanum í eigið net. Boltinn fór rétt framhjá stönginni.

Rúmum tíu mínútum síðar vann Matthías boltann af Rasmus Christiansen á hættulegum stað. Hann kom boltanum svo út á Jónatan Inga Jónsson. Sá síðastnefndi átti eftir að gera helling en kom sér þó í virkilega gott færi en hann skaut í stöngina.

Um miðjan fyrri hálfleik sauð upp úr á vellinum. Valsarar áttu þá aukaspyrnu úti á miðjum velli. Þegar Haukur Páll Sigurðsson gerði sig líklegan til þess að spyrna í boltann potaði Jónatan hins vegar í knöttinn. Haukur fylgdi sparki sínu samt sem áður eftir með þeim afleiðingum að hann sparkaði beint í Jónatan sem lét sig falla með tilþrifum í grasið. Haukur fékk rautt spjald fyrir þetta. Hann hafði líklega tíma til þess að hætta við sparkið en gerði það ekki. Því hefur dómari leiksins rifið upp rauða spjaldið.

Eins og við var að búast tóku FH-ingar völdin á vellinum, manni fleiri. Mark lá í loftinu undir lok fyrri hálfleiks. Þegar um tíu mínútur lifðu hálfleiksins renndi Lennon boltanum inn fyrir á Jónatan sem var í góðri stöðu en fór illa að ráði sínu. Í næstu sókn á eftir áttu Þórir Jóhann Helgason og Jónatan skemmtilegt ,,einn, tveir“ spil sín á milli, Jóhann var kominn inn á teig Vals en þar var boltinn tæklaður af honum. Hann rataði þó beint á Matthías sem var í góðu færi en Valsmenn komust fyrir skot hans.

Mark heimamann kom þó á 38. mínútu. Þá lék Hörður Ingi Gunnarsson skemmtilega á Kaj Leo og tók skot við vítateigslínu. Skotið fór í Ágúst Eðvald Hlynsson, breytti um stefnu og rataði í markið.

Hálfleikstölur voru 1-0 fyrir FH.

Það kom smá kraftur með gestunum inn í seinni háfleikinn þrátt fyrir að þeira hafi verið manni færri. Eftir að hafa sett nokkurn þunga í sókn sína á upphafsmínútum hálfleiksins urðu þeir þó berskjaldaðir baka til og FH-ingar áttu tvær skyndisóknir með stuttu millibili. Í þeirri fyrri fóru þeir illa að ráði sínu en í þeirri seinni voru Ágúst Eðvald og Jónatan mættir tveir á Sebastian Hedlund í vörn Vals. Varnarmaðurinn gerði þó virkilega vel í að komast inn í sendingu Ágústs sem ætluð var Jónatani. Þá var sá síðarnefndi í kjörstöðu til að skora.

Þegar 20 mínútur lifðu leiksins tókst tíu leikmönnum Vals að jafna leikinn. Patrick Pedersen átti þá frábæra sendingu út á hægri væng á Andra Adolphsson sem tók góðan sprett upp hægri vænginn, gaf langa fyrir meðfram jörðinni yfir til vinstri þar sem Johannes Vall var mættur inn á teig. Pétur Viðarsson náði að renna sér fyrir skot Vall en boltinn barst á Sigurðs Egil Lárusson sem skoraði. Staðan orðin jöfn.

Um fimm mínútum síðar tók Ágúst Eðvald skot sem fór beint á Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Landsliðsmarkvörðurinn missti þó boltann of langt frá sér sem varð til þess að Jónatan Ingi Jónsson fékk boltann í dauðafæri. Vall var þó mættur á elleftu stundu og hreinsaði frá.

Þegar um 10 mínútur lifðu leiks tók Sigurður Egill frábæra aukaspyrnu inn á teig FH. Boltinn datt fyrir Pedersen sem skóflaði boltanum þó framhjá markinu.

Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmark og lokatölur urðu 1-1. Valsarar geta verið virkilega sáttir með þetta stig eftir að hafa spilað manni færri í um 70 mínútur.

Bæði lið eru með 4 stig eftir tvær umferðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Í gær

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Í gær

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt