fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Hildur blandar sér í hitamál – „Plastkenndur draumur, eða upphafið að martröð“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 11:03

Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifar um Ofurdeildina í knattspyrnu í pistli sem hún birtir á Vísir.is Ofurdeildin var stofnuð fyrir rúmri viku síðan en var lögð niður nokkrum dögum síðar.

Tekjuhæstu knattspyrnufélög í heimi ætluðu þá að stofna einkadeild til að þéna meira en grunngildi íþrótta gleymdust. Ekki sátu allir við sama borðið og þá gat ekkert félag fallið úr deildinni, öruggar greiðslur og engin pressa.

„Segja má að um sé að ræða eina skammlífustu tilraun íþróttasögunnar, en hún var blásin af nánast samstundis. Ástæðan var einföld – engum hugnaðist hugmyndin nema eigendum liðanna tólf. Aðdáendur urðu æfir af reiði. Forsvarsmenn annarra liða ekki síður. Jafnvel leikmenn og þjálfarar liðanna sem hlut áttu að máli. Hvað varð um regluna, að bíta ekki höndina sem fæðir þig?,“ skrifar Hildur um málið á Vísir.is

Hildur segir umrædd félög njóti nú í dag yfirburða. „Stærstu lið Evrópu, sem þegar njóta fjárhagslegra yfirburða gagnvart öðrum félögum, vilja fá stærri sneið af hinni fjárhagslegu köku. Þau vilja síður deila ávinningi af sjónvarpssamningum með smærri liðum, og telja óréttlátt að smærri lið byggi fjárhagslega afkomu sína að stærstum hluta á viðureignum við stórliðin. Með Ofurdeildinni hugðust stórliðin útrýma óvissu úr sínum rekstri – þau vildu ekki eiga á hættu að missa sæti úr þeirri deild sem er nú allra arðbærust – Meistaradeild Evrópu. Þau vildu ekki þurfa að vinna fyrir sætinu inni á vellinum, heldur skyldi þeim tryggt sætið í hinni nýju Ofurdeild, óháð árangri.“

GettyImages

Fer yfir söguna:

Sex ensk félög ætluðu að taka þátt í Ofurdeildinni en hættu snögglega við þegar allt varð vitlaust vegna málsins. „Afleikurinn um Ofurdeildina er framhald af þróun undanliðinna ára. Stóru félögin hafa fjarlægst grasrótina með hverju tímabilinu – það hefur gleymst að félögin eru í grunninn félagsskapur fólks úr ólíkum borgum og bæjarhlutum. Gömlu vellirnir í Englandi voru reistir milli húsaþyrpinga svo engum varð ljóst að hann stæði á stórleikvangi fyrr en komið var efst í stúkuna. Leikmennina mátti hitta á barnum eftir leik – þeir voru aðgengilegir, mennskir og fyrirmyndir barna í hverfunum,“ skrifar Hildur.

„Þessa sögu mætti segja af Arsenal, sem áður spilaði á Highbury Stadium í Islington – tæplega fjörutíu þúsund manna velli í miðri íbúabyggð. Í dag spilar Arsenal hins vegar á sálarlausum stórvelli sem kenndur er við arabískt flugfélag. Hvað sem því líður byggir Arsenal þó, líkt og Liverpool og Manchester United, þrátt fyrir allt á hundrað ára sögu afreka inni á vellinum.“

Hildur tekur síðan Manchester City sem dæmi. „ Manchester City er hins vegar skýrt dæmi um þessa varhugaverðu þróun. Miðlungsklúbbur sem alla tíð hefur flakkað milli deilda. Félagið er nú í eigu sjeiksins af Abu Dhabi, nýtur ríkulegrar niðurgreiðslu gegnum málamyndastyrktarsamninga og fær til sín bestu leikmenn og þjálfara víðsvegar að úr veröldinni. Leiki sína spila þeir á Etihad leikvanginum í Manchester við fullkomnar aðstæður. Plastkenndur draumur, eða upphafið að martröð þar sem aðdáendurnir, sem þrátt fyrir allt eru hornsteinn félagsins, fjarlægast smátt og smátt?“

Er þetta framtíðin?

Hildur segir að Íslandi gæti framtíð fótboltans verið beint fyrir framan nef okkar. „Á Íslandi eigum við landslið í fremstu röð sem árum saman hafa náð fordæmalausum árangri sé tekið mið af mannfjölda, fjárráðum og innviðum. Við búum jafnframt að sterkum deildakeppnum sem fram fara hérlendis hvert sumar. Þar etja kappi íþróttafélög sem halda úti merkilegu samfélagsstarfi og eru að mestu drifin áfram af sjálfboðaliðum.“

„Ætli framtíð knattspyrnunnar sé beint fyrir framan nefið á okkur? Alvöru jarðbundinn og óspjallaður iðnaðarfótbolti við bæjardyrnar heima. Aðgengilegir og mennskir leikmenn sem öll eru fyrirmyndir barna í hverfunum. Gróskumikið, lókal grasrótarstarf knúið áfram af fólki sem sér fegurðina í leiknum,“ skrifar Hildur í pistli sínum á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Í gær

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
433Sport
Í gær

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til