fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Berglind lýsir óhugnanlegum eftirköstum af COVID-19

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 12. mars 2021 22:00

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður franska liðsins Le Havre hefur heldur betur fengið að kynnast þeim áhrifum sem Covid-19 hefur haft á heimsbyggðina.

Berglind var leikmaður ítalska AC Milan á síðasta tímabili og hafði ekki verið lengi í herbúðum liðsins þegar að útgöngubann var sett á Ítalíu.

Hún greindi síðan frá því, í viðtali sem birtist á Fotbolti.net í dag, að hafa greinst með Covid-19 í desember síðastliðnum. Hún var þá orðin leikmaður Le Havre í Frakklandi.

„Ég greinist með covid í byrjun desember og missi af PSG leiknum. Sem betur fer var jólafrí eftir þann leik svo ég hafði smá tíma til að jafna mig eftir veikindin. Ég næ svo að koma til Íslands 23. desember, fer svo út aftur tíu dögum seinna og þar tekur við tveggja vikna „undirbúningstímabil“. Ég var ekki búin að ná að æfa neitt eftir að ég greindist með covid og fer beint í það að æfa tvisvar á dag, sem fór alls ekki vel í líkamann,“

„Ég spila svo allan leikinn gegn Issy en byrja svo að versna í líkamanum strax eftir leikinn og var send á bráðamóttökuna. Ég fer svo í rannsóknir þar og myndatöku tveimur dögum seinna, þar kemur í ljós að ég var með vökva í kringum hjartað og lungun,“ sagði Berglind í viðtali hjá Fotbolti.net

Við tók síðan tíu daga lyfjakúr þar sem Berglindi var skipað að hreyfa sig ekki. Hún þurfti síðan á endurhæfingu að halda og það tók hana sex vikur að komast aftur út á knattspyrnuvöllinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl