Laugardagur 06.mars 2021
433Sport

Var ekki í plönum Arsenal að Rúnar Alex myndi spila svona mikið – Má líklega fara í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 11:45

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Ornstein einn virtasti blaðamaðurinn á Englandi þegar kemur að málefnum Arsenal segir að Rúnar Alex Rúnarsson geti farið frá Arsenal nú í janúar, ef félaginu tekst að fá inn annan markvörð.

Arsenal leitar nú logandi ljósi að manni sem keppir við Bernd Lendo um stöðuna í markinu, félagið keypti Rúnar ALex í sumar frá Dijon. Félagið hafði hugsað sér að kaupa annan markvörð þá en þeir hlutir gengu ekki upp.

Arsenal er sterklega orðað við nokkra markmenn en Ornstein segir að Arsenal hafi alltaf hugsað Rúnar sem þriðja kost sinn í markið.

Ornstein segir að Rúnar gæti farið frá félaginu, á láni til liðs í næst efstu deild Englands eða í Evrópu. Hann segir að áhuginn sé mikill.

Það staðfestir svo Mikel Arteta í raun á fréttamannafundi. „Við erum að skoða stöðuna og hvað gerist, samtal mitt við Edu í sumar var aðeins öðruvísi en niðurstaðan í lok gluggans. Staðan breyttist fljótt þegar Emiliano Martinez fór,“ sagði Arteta.

Rúnar hefur spilað nokkra leiki með Arsenal en dýrkeypt mistök gegn Manchester City í enska deildarbikarnum hafa vakið mikla umræðu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sturluð samsæriskenning – Eru stjörnur Liverpool í hatrömu stríði?

Sturluð samsæriskenning – Eru stjörnur Liverpool í hatrömu stríði?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leitar að manninum sem lekur öllu í fjölmiðla – Allt sauð upp úr fyrr í vikunni

Leitar að manninum sem lekur öllu í fjölmiðla – Allt sauð upp úr fyrr í vikunni
433Sport
Í gær

Lærlingurinn heimsækir læriföðurinn í kvöld – Svona hefur þeim vegnað hingað til

Lærlingurinn heimsækir læriföðurinn í kvöld – Svona hefur þeim vegnað hingað til
433Sport
Í gær

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield í kvöld

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield í kvöld