fbpx
Föstudagur 27.nóvember 2020
433Sport

Helgi Seljan og stelpurnar hjóla í Mikael – Ummæli hans um laun Önnu vekja athygli

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 19:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson sérfræðingur Dr. Football hefur mátt þola harða gagnrýni fyrir ummæli sem hann lét falla í þætti gærdagsins.

Verið var að ræða um heimkomu Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur sem gekk í raðir Selfoss á dögunum. „Þetta kostaði meiri pening en ég vil meina að leikmaður í kvennabolta eigi að fá. Hún er á hærri launum en flestir leikmenn í efstu deild karla,“ sagði Mikael í þættinum.

Ummæli Mikaels falla misjafnlega í fólk en Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður og fyrrum þjálfari leggur orð í belg. „Ég fagna allri umræðu um kvennafótbolta. Að skoðun Mikka sé að vekja þessi viðbrögð er góð auglýsing. Ég var skammaður fyrir að borga Önnu of mikið í laun fyrir áratug. 6 titlum síðar eru þetta enn bestu leikmannakaup í sögu Stjörnunnar,“ skrifar Máni á Twitter.

Máni bætti svo við. „Ég lít á þetta sem algert hrós vil ekki að þeir taki neitt öðru vísi á körlum en konum i þessum þáttum. Það endurspeglar viðhorf marga að konur eigi að fá minna borgað í fótbolta og það er alveg hægt að rökstyðja það auðveldlega.“

Mynd: Eyþór Árnason

Helgi Seljan og stelpurnar hjóla í Mikael:

Helgi Seljan starfsmaður RÚV er ósáttur með Mikael og ummæli hans. „What a shocker! Gæi sem telur sig Mourinho en er í besta falli skeiðklukkueigandi með vald til að ráða hver klæðist hvaða jogginggalla á sparkvelli í Njarðvík, talar með rassgatinu,“ skrifar Helgi um ummmæli Mikaels.

Fjöldi kvenna sem tengjast fótboltanum gagnrýna Mikael, þannig hefur Hulda Mýrdal starfsmaður Fótbolta.net þetta að segja. „Held að ALLAR fótboltakonur fagni umræðunni. Það er góð,gild og skemmtileg umræða ef Anna Björk er að fara í Selfoss v peninga. En meira en fótboltakona á að fá”- það er það sem er niðurlægjandi við þetta“

Ingibjörg Sigurðardóttir landsliðskona í Fótbolta er óhress með Mikael. „Þetta er svo ótrúlega þreytt dæmi. Landsliðskona í fótbolta að koma heim eftir mörg ár í atvinnumennsku en á samt ekki skilið að fá laun eins og leikmaður í Pepsi deild karla. Frábært sign hjá Selfossi og gaman að sjá fleiri lið heima taka kvennafótboltann á næsta stig.“

Glódís Perla Viggósdóttir ein besta knattspyrnukona Íslands stingur niður penna og vandar Mikael ekki kveðjurnar. „Í framtíðinni þegar dóttir þín er búin að vinna hart að því allt sitt líf að verða landsliðskona í fótbolta og atvinnumaður. Skrifar síðan undir draumasamning við uppáhaldsfélagið þitt, Manchester United, og ætlar að bjóða þér í heimsókn á leik fyrir framan fullan völl, vona ég að þú munir eftir þessu commenti og afþakkir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sara Björk eftir sigurinn: „Sýnir bara hugarfarið og getuna í liðinu“

Sara Björk eftir sigurinn: „Sýnir bara hugarfarið og getuna í liðinu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Patrik hélt hreinu í sigri hjá taplausu liði Viborg

Patrik hélt hreinu í sigri hjá taplausu liði Viborg
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stelpurnar sýndu karakter í mikilvægum sigri á Slóvakíu

Stelpurnar sýndu karakter í mikilvægum sigri á Slóvakíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kristófer Jónsson í Val

Kristófer Jónsson í Val