Pierre-Emerick Aubameyang hafnaði Barcelona til þess að vera áfram hjá Arsenal
Þetta fékk blaðamaðurinn Fabrizio Romano staðfest frá leikmanninum.
,,Barcelona hafði samband við umboðsmann Aubameyang en hann sýndi Arsenal virðingu,“ greinir Romano frá.
Það hafi verið forgangsmál hjá Aubameyang að vera áfram hjá Arsenal.
,,Það komu nokkur tilboð, aðallega frá Barcelona, þeir vildu fá mig en það var forgangsmál hjá mér að vera áfram hjá Arsenal,“ sagði Aubameyang við Romano.
Pierre Aubameyang just confirmed: “They were several offers, notably from Barça… they wanted to sign me, but my priority was to stay”. 🛑 #AFC #FCB @podcastherewego https://t.co/hrz97cd7tH
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 27, 2020