fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Heimir hissa eftir spá sérfræðinga: ,,Mótið var búið eftir 12 umferðir“

Victor Pálsson
Föstudaginn 12. júní 2020 22:00

Heimir Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, er spenntur fyrir helginni en nú er Pepsi Max-deild karla að fara af stað á ný eftir langa pásu.

Valur fær alvöru verkefni í fyrsta leik á morgun en þá fer fram grannaslagur við KR á Hlíðarenda.

Það eru flestir sérfræðingar sem spá Val titlinum og segir Heimir að það komi aðeins á óvart.

,,Ég átta mig ekki alveg á þessu ef ég á að vera hreinskilinn. Þú ert með lið eins og KR sem vann mótið tiltölulega auðveldlega á síðustu leiktíð – mótið var búið eftir 12 umferðir,“ sagði Heimir við 433.is.

,,Við erum teknir fram yfir þá, liðið sem endaði í sjötta sæti. Spá er bara spá og það þarf að spila leikina og að sjálfsögðu ætlum við að blanda okkur í toppbaráttu.“

,,Ég held að allir sem komi að klúbbnum, þeir eru staðráðnir í að gera betur en á síðustu leiktíð.“

Eins og gefur að skilja hefur undirbúningstímabilið verið skrítið og er deildin að fara af stað löngu seinna en áætlað var.

Heimir segir að leikmenn hafi þó náð að æfa ágætlega og hefur ekki miklar áhyggjur fyrir helgina.

,,Undirbúningstímabilið hefur verið skrítið. Maður hefur aldrei lent í þessu áður þannig að ég held að við höfum náð að komast ágætlega út úr þessu. Eftir að okkur var leyft að æfa allt liðið saman þá höfum við náð að æfa vel og spila ágætis æfingaleiki og svo er bara generalprufa um helgina.“

,,Það eru allir heilir nema Andri Adolphsson. Við vitum ekkert hvenær hann kemur til baka.“

Heimir er KR-ingur í húð og hár og var spurður út í þá ákvörðun að taka við grönnunum í Val.

,,Ég held að þetta sé flottur opnunarleikur. Það er alltaf rígur á milli Vals og KR, tvö góð lið. Ég held að þetta verði flottur fótboltaleikur.“

,,Auðvitað er þetta alltaf þannig að þú hefur ræpu til uppeldisklúbbsins en Willum Þór Þórsson er sennilega mesti KR-ingur sem sögur fara af og hann þjálfaði Val í fjögur ár þannig þú ert bara ráðinn í vinnu og reynir að gera hana eins vel og þú getur.“

Að lokum tjáði Heimir sig um bakvörðinn Magnus Egilsson sem kom með honum frá HB í Færeyjum. Sumir segja að Magnus sé ekki nógu góður fyrir Val en Heimir er ósammála því.

,,Það tekur menn auðvitað tíma þegar þeir koma í nýtt lið og nýtt land. Hann hefur verið að bæta sig hægt og bítandi. Ég hef ekki miklar áhyggjur af honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina