Hansi Flick, stjóri Bayern Munchen, hefur í raun staðfest það að Timo Werner sé á leið til Chelsea.
Það eru margir búnir að fullyrða að Werner gangi í raðir Chelsea frá RB Leipzig eftir tímabilið.
Bayern hafði áhuga á framherjanum en hann ákvað að lokum að taka skrefið til Englands.
,,Þetta er ákvörðun sem Timo tók. Þú verður að virða hana og allt er í góðu lagi,“ sagði Flick.
,,Timo er mjög góður leikmaður og leikmaður sem skorar. Chelsea tók mjg góða ákvörðun.“