Það er möguleiki að Manchester United láni vængmanninn Daniel James fyrir næstu leiktíð.
Ensk götublöð greina frá þessu í dag en James hefur reglulega byrjað á hans fyrsta tímabili.
James kom til United frá Swansea síðasta sumar og hefur leikið 35 leiki í öllum keppnum.
United mun reyna að fá Jadon Sancho frá Dortmund fyrir næsta tímabil og gæti það sent James annað.
James er 22 ára gamall en sæti hans væri í hættu ef Sancho mætir frá Þýskalandi.