Robert Green, fyrrum markvörður Chelsea, hefur líkt Kepa Arrizabalaga við David de Gea, markvörð Manchester United.
Kepa er aðalmarkvörður Chelsea í dag en hann var keyptur fyrir metfé frá Athletic Bilbao.
Hann hefur hins vegar verið verulega gagnrýndur á Stamford Bridge og missti sæti sitt fyrr á þessu tímabili.
,,Kepa fékk langtímasamning hjá Chelsea og ég væri til í að sjá hann þar,“ sagði Green
,,Þetta er svipað og gerðist með David de Gea hjá United. Honum var rústað í byrjun og það er eitt það besta sem gat gerst fyrir hann.“
De Gea var harðlega gagnrýndur til að byrja með en er einn besti markmaður heims í dag.