Nicolas Anelka horfði stórt á sig þegar hann samdi við Real Madrid frá Arsenal árið 1999.
Þetta segir Vicente del Bosque, þáverandi stjóri Real, en Anelka var aðeins í eitt ár hjá Real.
Frakkinn var einn daginn verulega pirraður og ásakaði liðsfélaga sína um að fagna ekki þeim mörkum sem hann skoraði.
,,Anelka var leikmaður sem kostaði mikla peninga. Real eyddi 25 milljónum í hann og hann var stórstjarna,“ sagði Del Bosque.
,,Hann kom einu sinni inn í klefa og sagði að við værum ekki ánægðir fyrir hans hönd, að við værum ekki að fagna mörkunum hans.“
,,Eftir það þá mætti hann ekki á æfingu í einn eða tvo daga og félagið sektaði hann.“