Aron Elís Þrándarson átti stórleik í Danmörku í dag er lið OB mætti Esbjerg í 26. umferð efstu deildar.
Aron bæði lagði upp og skoraði í 3-1 sigri OB en öll mörk liðsins komu í fyrri hálfleik.
Jón Dagur Þorsteinsson átti einnig fínan leik fyrir lið Aarhus sem vann Aalborg 3-2. Jón lagði upp fyrsta mark leiksins.
Eggert Jónsson lék fyrir Sonderjyske gegn Silkeborg. Þeim leik lauk með 2-2 jafntefli.
Hjörtur Hermannsson var þá á sínum stað er lið Brondby tapaði nokkuð óvænt 3-2 gegn Horsens.