Andy Cole fyrrum framherji Manchester United óttast það að verða ekki fimmtugur en hann er í dag 48 ára gamall.
Cole hefur glímt við alvarleg nýrna veikindi og fór í aðgerð árið 2017. Cole glímir enn við veikindi vegna þess og eru sumir dagar ansi erfiðir í lífi hans.
Cole hefur þurft að vera heima hjá sér í átta vikur vegna kórónuveirunnar en hann má illa við veikindum.
„Ég reyni að horfa ekki of langt fram veginn,“ sagði Cole um stöðu mála hjá sér í dag.
„Ég var að leika við dóttur mína á dögunum þegar hún sagði mér að ég myndi lifa að eilífu. Ég gleymi því, ég tjáði henni að ég yrði glaður ef ég næði að verða fimmtugur.“
„Minn stærsti ótti er að vakna einn daginn og nýrun hjá mér hafi gefist upp, það er minn stærsti ótti. Ég hræðist þetta mikið.“