Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu hefur náð heilsu og hefur hafið æfingar að fullum krafti með AIK í Svíþjóð. Framherjinn hefur glímt við meiðsli og veikindi á þessu ári.
Kolbeinn er að hefja sitt annað tímabil með AIK, eftir erfið ár vegna meiðsla komst Kolbeinn á lappir á síðasta ári. Gerðar eru miklar væntingar til íslenska framherjans í árs.
„Kolbeinn er leikfær og klár í allt,“ sagði Henrik Jurelius yfirmaður knattspyrnumála hjá AIK.
Framherjinn hefur æft að fullum krafti síðustu vikur en sænska deildin fer af stað innan tíðar.
Kolbeinn snéri aftur í íslenska landsliðið að fullum krafti á síðasta ári og jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.