fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Bjarni blótar veirunni trekk í trekk: „Eng­inn veit hvað átt hef­ur fyrr en misst hef­ur“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 13:00

Skjáskot: K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu stingur niður penna í blaði dagsins. Þar ræðir hann það hvernig það er að starfa sem íþróttafréttamaður þegar engar íþróttir eru í gangi.

Engar íþróttir hafa verið síðustu vikur vegna kórónuveirunnar og enn er óljóst hvenær boltinn fer af stað aftur.

,,Það er óneit­an­lega sér­sakt að starfa sem íþróttaf­réttamaður þessa dag­ana þegar eng­ar íþrótt­ir eru á dag­skrá. Þetta er allt eitt­hvað svo óraun­veru­legt, sér­stak­lega þegar maður skoðar úr­slit­asíðurn­ar á net­inu þar sem bók­staf­lega öll­um viðburðum og leikj­um hef­ur verið frestað. „Hvernig er það eig­in­lega, er eitt­hvað að gera hjá þér í vinn­unni?“ er vin­sæl­asta grínið á mig í dag hjá fólki sem ég hitti sjald­an og vant­ar umræðuefni til þess að brjóta ís­inn. „Já blessaður vertu, það er alltaf nóg að skrifa um!“ svara ég oft­ast á móti og lýg engu um það. Það get­ur verið krefj­andi að kokka upp gott efni þegar það er líka grá lægð yfir land­inu,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið.

Bjarni segist oft hafa staðið sig af því að blóta veirunni sem hefur valdið miklum skaða út um allan heim.

,,Ég skal al­veg viður­kenna það að ég stend sjálf­an mig að því trekk í trekk að blóta þess­ari blessuðu kór­ónu­veiru. Eng­inn veit hvað átt hef­ur fyrr en misst hef­ur og allt það og í dag er ég löngu hætt­ur að taka hlut­un­um sem sjálf­sögðum. Það eru for­rétt­indi að geta hitt og faðmað fólkið sitt, al­veg eins og það eru for­rétt­indi að geta og fá að fylgj­ast með íþrótt­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl