Cristiano Ronaldo nýtur lífsins í Portúgal á meðan kórónuveiran gengur yfir. Hann fékk leyfi frá Juventus að dvelja þar á meðan ástandið er sem verst.
Það fer ekki illa um Ronaldo sem dvelur í nýjasta húsinu sínu, Ronaldo lét byggja sjö hæða hús fyrir sig á eyjunni Madeira. Þar ólst Ronaldo upp.
Húsið var klárað í fyrra en það tók fjögur ár að byggja það og gera það íbúðarhæft.
Húsið kostaði Ronaldo 1,2 milljarð en það er sjö hæða og hefur allan þann lúxus sem til þarf.
Tvær sundlaugar, heitur pottur, fótboltavöllur, tveir líkamsræktarsalir og fleira gott. Þá er risastór bílskúr þar sem Ronaldo getur geymt bílana sína.