Sadio Mane, stjarna Liverpool mun taka því ef liðið vinnur ekki ensku deildina í ár. Sá möguleiki er fyrir hendi að deildin verði blásinn af vegna kórónuveirunnar.
Liverpool er með 25 stiga forskot og ljóst að liðið vinnur deildina, fari hún af stað aftur. Fari hún ekki af stað er möguleiki á því að þetta tímabil telji ekki.
,,Ég vil vinna leiki og þannig vinna þennan titil, í þessari stöðu getur allt gerst. Ég sýni því skilning,“ sagði Mane.
,,Þetta hefur verið erfitt fyrir Liverpool en milljónir manna búa við verri aðstæður en við. Sumir hafa misst ástvin og eru í flóknari stöðu.“
,,Það er draumur minn að vinna deildina í ár, ef það gerist ekki þá tek ég því. Svona er bara lífið, við vinnum þá bara deildina vonandi á næsta ári.“