UEFA er búið að fresta úrslitaleikjum bæði Evrópudeildarinnar og Meistaradeildarinnar.
Þetta staðfesti sambandið í kvöld en búið er að fresta leikjunum um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.
Ástandið hefur versnað síðustu vikur og er óvíst hvenær helstu deildarkeppnir Evrópu verða kláraðar.
UEFA hefur gert það sama en hvenær stærstu keppnirnar verða kláraðar mun koma í ljós á næstu vikum.
Það á enn eftir að klára 8-liða úrslit bæði Evrópudeildarinnar og Meistaradeildarinnar en úrslitaleikurinn átti að fara fram í maí.