Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur gefið í skyn að hópur liðsins undir Jose Mourinho hafi alls ekki verið nógu góður.
Solskjær hefur breytt til á Old Trafford en leikmenn á borð við Ashley Young, Romelu Lukaku og Alexis Sanchez eru farnir.
United hefur verið að spila vel undanfarið og sérstaklega eftir komu miðjumannsins Bruno Fernandes í janúar.
,,Ég taldi að það þyrfti að breyta miklu. Við höfum samið við fjóra leikmenn, misst nokkra og svo gefið ungum tækifæri,“ sagði Solskjær.
,,Ég veit ekki hversu dramatískar þessar breytingar hafa verið. Ég held að þeir leikmenn sem voru hérna horfi á það þannig.“
,,Við þurftum ákveðin púsl í púsluspilið og það hefur virkað.“