Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur tjáð sig um framtíð miðjumannsins Paul Pogba.
Pogba hefur nánast ekkert spilað með United á þessu tímabili en hann hefur verið meiddur.
Á meðan meiðslin standa yfir þá er mikið rætt um að Frakkinn sé að kveðja United í sumar.
,,Paul er okkar leikmaður, hann á tvö ár eftir af samningnum með möguleika á eins árs framlengingu,“ sagði Solskjær.
,,Þið getið búist við því að Paul verði hérna á næstu leiktíð.“