Stuðningsmenn Chelsea voru ekki ánægðir á samskiptamiðlum í gær eftir færslu frá Footy Headlines.
Footy Headlines grefur upp treyjur liða í Evrópu og er oft með myndir af treyjum sem eru ekki til sölu ennþá.
Að þessu sinni var birt mynd af nýrri þriðju treyju Chelsea sem fékk virkilega hörð viðbrögð.
Margir segja að treyjan sé lík aðaltreyju Crystal Palace en hún verður notuð mjög takmarkað.
Þetta má sjá hér.