Það verður hart barist um gullskóinn á Englandi á þessu tímabili þegar 13 umferðir eru eftir af deildinni.
Gullskórinn eru verðlaun sem eru afhent í lok hvers tímabils en þar er markahæsti leikmaður deildarinnar verðlaunaður.
Eins og er þá er Jamie Vardy að vinna það kapphlaup en hann hefur skorað 17 mörk fyrir Leicester City.
Það segir þó ekki mikið að svo stöddu en margir aðrir góðir leikmenn eru rétt fyrir neðan fyrrum enska landsliðsmanninn.
Hér má sjá þá líklegustu til að hreppa verðlaunin.
Jamie Vardy (Leicester City) – 17 mörk
Sergio Aguero (Manchester City) – 16 mörk
Mo Salah (Liverpool) – 14 mörk
Marcus Rashford (Manchester United) – 14 mörk
Danny Ings (Southampton) – 14 mörk
Pierre-Emerick Aubameyang (Arsenal) – 14 mörk
Tammy Abraham (Chelsea) – 13 mörk
Sadio Mane (Liverpool) – 11 mörk
Raul Jimenez (Wolves) – 11 mörk
Teemu Pukki (11 mörk)