Framtíð Pep Guardiola hjá Manchester City er óljós, hann á bara rúmt ár eftir af samningi sínum og gæti farið í ný verkefni.
Guardiola hefur ekki viljað stoppa lengi hjá hverju félagi, hann hefur mest verið í starfi í fjögur ár. Hann var þrjú ár hjá Barcelona.
Guardiola er að klára sitt fjórða tímabil með Manchester City en liðið hefur ekki verið jafn sannfærandi í ár, og áður.
Enska götublaðið Daily Mail veltir því nú fyrir sér að ef City misstigur sig í Meistaradeild Evrópu, þá gæti Guardiola hætt í sumar.
Breytinga er þörf á leikmannahópi liðsins, David Silva er að hætta og Kun Aguero vill fara heim til Argentínu innan fárra ára. Blaðið velti því fyrir sér hvort Guardiola gæti látið staðar numið strax í sumar.