fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Kiddi Jak um umdeilda atvikið í stórleiknum í gær: Segir ákvörðunina rétta – ,,Sérstakt að hann hafi ekki tekið hana sjálfur“

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 19:59

Virgil Van Dijk (Liverpool) / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Jakobsson, einn fremsti knattspyrnudómari sem Ísland hefur átt, var gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag í umsjón Hjörvars Hafliðasonar.

Þar var Kristinn á meðal annars spurður út í atvik sem átti sér stað í gær í leik Liverpool og Manchester United.

Í fyrri hálfleik var mark dæmt af Liverpool en það eru ekki allir sammála um hvort VAR hafi dæmt það rétt eða ekki.

Kristinn ræddi þetta atvik við Hjörvar í dag og segir að VAR hafi tekið rétta ákvörðun með dómaranum Craig Pawson.

Brotið var á David de Gea innan teigs áður en Roberto Firmino skoraði en það kom ekki að sök að lokum og vann Liverpool 2-0 sigur.

,,Ég held að þetta hafi klárlega verið rétt hjá þeim. Þegar De Gea er að fara upp í boltann til að grípa og handsama knöttinn með eðlilegum hætti þá finnst mér eins og það sé farið í hann áður en hann snertir knöttinn og þar af leiðandi nær hann ekki að handsama knöttinn með eðlilegum hætti,“ sagði Kristinn.

,,Það var rétt að dæma á þetta og mér fannst svolítið sérstakt að dómarinn hafi ekki tekið ákvörðun sjálfur frekar en VARið.“

,,Ef Pawson hefði ekki haft hjálp þá hefði hann tekið ákvörðun um að dæma á þetta því mér fannst brotið vera það augljóst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsir erfiðum tuttugu dögum á vökudeildinni – „Því miður misstum við hana, litlu lungun hennar gáfust upp“

Lýsir erfiðum tuttugu dögum á vökudeildinni – „Því miður misstum við hana, litlu lungun hennar gáfust upp“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wrexham reynir að fá Dele Alli

Wrexham reynir að fá Dele Alli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins
433Sport
Í gær

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið