Chelsea hló að Arsenal í sumar þegar það síðarnefnda ákvað að kaupa varnarmanninn David Luiz.
Þetta segir fyrrum leikmaður Chelsea, Tony Cascarino, en Arsenal ákvað óvænt að borga átta milljónir fyrir Luiz sem hefur ekki heillað marga.
,,Þegar Arsenal keypti Brassann í sumar fyrir átta milljónir þá veit ég að viðbrögð Chelsea voru: ‘Wow, þeir eru að taka okkar lélgasta varnarmann,’ sagði Cascarino.
,,Framherjar þekkja hann og vita að hann mun alltaf gefa þeim pláss með því að fara úr stöðu.“
,,Hann er fínn fótboltamaður þegar hann dreifir boltanum en miðað við reynslu þá er hann ekki nógu góður í að verjast.“