Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur staðfest það að hann viti hvað Christian Eriksen ætli að gera á næsta ári.
Eriksen verður samningslaus næsta sumar en það er alls ekki víst að hann kroti undir nýjan samning.
,,Ég veit hvar hans framtíð er eða ég held að ég viti það,“ sagði Mourinho við blaðamenn.
,,Hann er mjög opinn í samtali við mig, hann er hreinskilinn og við treystum hvorum öðrum.“
,,Ég veit hver hans framtíð en en það er ekki undir mér komið að ræða hana.„