Everton á Englandi hefur staðfest komu þjálfarans Carlo Ancelotti. Hann mun horfa á leik við Arsenal í dag.
Ancelotti hefur sterklega verið orðaður við Everton undanfarið en hann er einn af stærstu bitum boltanns.
Ancelotti var síðast hjá Napoli en var rekinn þaðan eftir erfitt gengi – það voru mikil vandræði innan klúbbsins.
Ítalinn hefur stýrt liðum á borð við Chelsea, Juventus, PSG, Real Madrid og Bayern Munchen á ferlinujm.
Hann tekur við af Marco Silva sem var rekinn frá félaginu fyrr á tímabilinu.