Massimo Ferrero, eigandi Sampdoria, hefur grínast með það að Cristiano Ronaldo hafi átt að fá spjald í leik gegn Juventus í vikunni.
Ronaldo náði yfir 2,5 metra hæð er hann stökk upp í skallabolta í leiknum og endaði knötturinn í netinu.
Það hefur mikið verið talað um þetta mark Ronaldo sem er 34 ára gamall en er líkamlegt undur.
Ferraro grínaðist í blaðamönnum í gær og líkti stökki Ronaldo við flugvél að taka á loft.
,,Ég verð að segja að Ronaldo hafi átt skilið gult spjald fyrir þetta stökk,“ sagði Ferrero.
,,Hann tók á loft eins og flugvél! Mínir menn vörðust og börðust í 90 mínútur en Cristiano vann þennan leik.“