fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Gummi Ben varð heimsfrægur en rekinn úr starfi á sama tíma – „Þetta var ömurlegt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. nóvember 2019 12:30

Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson er einn frægasti núlifandi Íslendingurinn, hann er einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. Hann byrjaði sem íþróttafréttamaður en er í dag orðinn stærsta nafnið á Stöð2, hann slær í gegn sama hvað hann gerir.

Guðmundur er í dag bæði með Ískápastríð og spjallþátt á föstudögum sem hefur vakið gríðarlega athygli. ,,Aldrei dreymdi mig um það að vera í sjónvarpi, ég held að allir þeir sem þekkja mig geti verið sammála um það að ég er ekkert sérstaklega mannblendinn. Ég er feiminn, ég er það,“ sagði Guðmundur í viðtali á Hringbraut sem birtist í gær.

Eiginkonu Guðmundar leist ekki vel á það, að hann færi að vera með spjallþátt. ,,Þegar ég var að ræða við konuna mína, að það væri búið að óska eftir því að ég yrði með spjallþátt. Þá hristi hún hausinn og sagði „Þú talar ekki við fólk sem þú þekkir ekki“. Þetta er ekki eitthvað sem ég hugsaði um, þetta bara gerðist. Ég hef mjög gaman af því, ég er hissa að ég sé í þessu,“ sagði Guðmundur um veru sína í sjónvarpi.

Sumarið 2016 varð Guðmundur heimsfrægur, hann lýsti leikjum karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi og vakti gríðarlega athygli. Á sama tíma var hann að stýra KR með Bjarna Guðjónssyni, hann var rekinn úr því starfi á meðan Evrópumótið var í gangi.

,,Ég er í mínu stærsta starfi þarna, þegar EM er í gangi. Ég fékk leyfi frá KR, til að taka þetta að mér. Það var á þeim forsendum að ég færi út að lýsa og kæmi svo heim á æfingar og í leiki. Gengi okkar var ekki nógu gott, þetta er á milli leiksins gegn Austurríki og Englands. Eftir hann flýg ég heim, við töpum leik þar í millitíðinni. Svo fær maður símtalið og kallaður á fund, og er rekinn,“ sagði Guðmundur um þessa örlagaríku tíma. Eftir að hafa verið rekinn, þá var leiðin til Frakklands. Stærsta augnablik í íþróttasögu Íslands.

,,Svo um kvöldið bara upp í flugvél, erum að fara að spila við England. Stærsti leikur Íslandssögunnar, auðvitað hefur enginn áhuga á því að vera rekinn úr starfi sem þeir elska. Við vildum gera þetta vel, þetta er þannig heimur að stundum gengur þetta ekki. Þetta var mikill rússíbani, maður gat ekki sest niður og farið að væla.“

Hann segir það ömurlegt að vera rekinn úr starfi. ,,Það er hárrétt, þetta var ömurlegt. Það orðið sem ég á yfir, það er ömurlegt að vera rekinn úr vinnu sem maður hefur gaman af. Það var erfitt að gíra sig upp í þennan risaleik.“

Hér má sjá þáttinn í heild sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls