fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
433Sport

Plús og mínus: Draumurinn um að fara beint inn á EM nánast úr sögunni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2019 20:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann öruggan heimasigur í undankeppni EM í kvöld er spilað var við Andorra. Fyrir leikinn var búist við þægilegum sigri Íslands en Andorra er alls ekki með frábært fótboltalið.

Fyrra mark leiksins skoraði Arnór Sigurðsson fyrir Ísland en hann kom boltanum í netið af stuttu færi á 38. mínútu. Staðan var svo orðin 2-0 á 65. mínútu er Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt 26. landsliðsmark.

Kolbeinn kláraði færi sitt af stakri snilld innan teigs og er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi Þór Sigurðsson gat bætt við þriðja marki Íslands á 73. mínútu en hann klikkaði þá á vítapunktinum.

Lokastaðan 2-0 fyrir Íslandi sem er enn í þriðja sæti riðilsins með 15 stig. Vonir Íslands um að komast beint á EM eru hins vegar nánast úti eftir jafntefli Frakklands og Tyrklands á sama tíma.

Tyrkland má tapa gegn Íslandi í nóvember en dugar að vinna þetta slaka Andorra lið í síðasta leik til að komast áfram.

Ísland þarf því líklegt að treysta á að komast á EM í gegnum umspil í Þjóðadeildinni en leikið er þann 26. og 31. mars.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Kolbeinn Sigþórsson, hvað er hægt að segja? 26 mörk í 54 landsleikjum og búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Magnaður framherji fyrir íslenska landsliðið, líklega sá besti í sögunni.

Það er jákvætt fyrir Arnór Sigurðsson að komast á blað í íslenska landsliðinu, íslenska liðinu vantar fleiri mörk af miðsvæðinu.

Það eru gleðitíðindi fyrir íslenska landsliðið að sjá Kolbein Sigþórsson byrja tvo leiki með svo stuttu millibili, Kolbeinn hefur á þessu ári verið að byggja líkama sinn upp eftir erfiða tíma. Gott skref í áttina, að komast aftur í fremstu röð fyrir hann.

Mínus:

Þó að Arnór Sigurðsson hafi skorað þá átti hann og Arnór Ingvi ekkert sérstakan leik á köntunum, eiga báðir mikið inni með landsliðinu. Ef horft er í hvernig þeir spila með félagsliði.

Frammistaða liðsins lengst af var ekki góð, gegn jafn slökum andstæðingi á heimavelli á að ganga frá honum.

Draumurinn um að fara beint inn á EM er nánast á enda eftir jafntefli Tyrkja við Frakkland. Þannig dugar Tyrkjum að vinna Andorra, liðið má tapa fyrir Íslandi í síðustu tveimur leikjum sínum. Ísland þarf því líklega að treysta á umspilið í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Kostaði hann 4 milljónir að rekast á Roy Keane á rauðu ljósi

Kostaði hann 4 milljónir að rekast á Roy Keane á rauðu ljósi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal byrjað að skera niður kostnað og láta tíu starfsmenn fara

Arsenal byrjað að skera niður kostnað og láta tíu starfsmenn fara
433Sport
Fyrir 2 dögum

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?
433Sport
Fyrir 3 dögum

Elfar byrjar í þriggja leikja banni eftir tryllinginn í fyrra

Elfar byrjar í þriggja leikja banni eftir tryllinginn í fyrra