

Roy Keane sérfræðingur ITV segir það ekki vera merkilegt hjá Liverpool og Tottenham að vinna aðeins einn titil á tíu árum.
Bæði félög hafa einu sinni unnið deildarbikarinn á síðustu árum en annað hefur ekki komið heim.
Keane segir að þetta sé til skammar og að svona virki ekki félög sem vilji kalla sig stór.
,,Fyrir félög af stærðargráðu Liverpool og Tottenham, einn titil á tíu árum er skammarlegt,“ sagði Keane.
,,Ég veit að Meistaradeildin er mikilvæg, sérstaklega með fjármunina þar. Til að vera stórt félag þá þarftu að vinna titla.“
,,Þau eiga að geta barist í Meistaradeildinni og svo unnið bikarinn eða deildarbikarinn.“