fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Hestaeigandi sviptur ellefu hrossum

Auður Ösp
Fimmtudaginn 17. maí 2018 13:39

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun hefur tekið 11 hross úr vörslu umráðamanns á bæ á Suðurlandi. Ástæða vörslusviptingar er að kröfum stofnunarinnar um bætta fóðrun hefur ekki verið sinnt.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef MAST. Undanfarna mánuði hefur Matvælastofnun ítrekað gert kröfu um bættan aðbúnað hrossa á bænum, flokkun hrossa eftir holdafari og sérstaka fóðurgjöf til þeirra sem mest þurfa á því að halda, án árangurs.

Talin var hætta á varanlegum skaða ef fóðrun hrossa og aðstæður þeirra yrðu ekki bættar. Hrossin voru tekin úr vörslu umráðamanns og verða þau fóðruð á kostnað hans.

Áfram er gerð krafa um bætta aðstöðu á bænum þannig að öllum hrossum sé tryggður nægur aðgangur að fóðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband