Fókus

Verk í náttúru Þeystareykja – Jón Grétar Ólafsson arkitekt hlýtur fyrstu verðlaun

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 13. október 2018 10:00

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvarinnar, Jón Grétar Ólafsson arkitekt, höfundur vinningstillögunnar, Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landsvirkjunar og formaður dómnefndar og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Jón Grétar Ólafsson arkitekt hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um tillögu að hönnuðu verki, eða listaverki, í nágrenni við jarðvarmastöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum.
 
Tillaga hans ber heitið Römmuð sýn. Niðurstöður voru kynntar á þriðjudag í Hönnunarsafni Íslands.
Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: „Römmuð sýn er kröftug og djörf tillaga sem vekur athygli á Þeistareykjum sem áningarstað.
Í verkinu er landslagið hafið upp og rammað inn á skemmtilegan hátt. Verkið býr yfir aðdráttarafli og vekur forvitni þeirra sem leið eiga um svæðið. Upplýsingar um nærumhverfið auka á upplifun verksins. Verkið er ekki tæknilega flókið og vel framkvæmanlegt.“
Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hann hjálpar dýrum að ganga og fljúga á ný

Hann hjálpar dýrum að ganga og fljúga á ný
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikdómur: Tvískinnungur – „Oft grimm fegurð í textanum og myndhverfingarnar verða sterkar, átakanlegar og óþægilegar“

Leikdómur: Tvískinnungur – „Oft grimm fegurð í textanum og myndhverfingarnar verða sterkar, átakanlegar og óþægilegar“