fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433Sport

Patrick Pedersen líklega að fara frá Val: Í læknisskoðun í Moldavíu – Óttar Magnús æfir með Val

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 12:39

Allt stefnir í að Valur muni missa besta framherja Pepsi deildarinnar frá sér á næstu dögum, Patrick Pedersen er nefnilega staddur í Moldavíu.

Samkvæmt öruggum heimildum 433.is er Pedersen í læknisskoðun hjá FC Sheriff Tiraspol þar í landi.

Ekki náðist í Börk Edvardsson formann knattspyrnudeildar Vals eða Ólaf Jóhannesson þjálfara liðsins við vinnslu fréttarinnar.

Um er að ræða lang stærsta félagið í Moldavíu en félagið hefur meðal annars tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Ætla má að forráðamenn Sheriff Tiraspol hafi séð til Pedersen þegar liðið mætti Val í Evrópudeildinni í sumar.

Pedersen skoraði eitt mark í 2-1 sigri Vals á heimavelli en það dugði ekki til þar sem Sheriff fór áfram á marki skorað á útivelli, liðið vann leikinn á heimavelli 1-0.

Pederen var besti leikmaður Vals í sumar þegar liðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð, þessi danski sóknarmaður skorðaði 17 mörk í 21 leik í deildinni.

Valsmenn fengu Garðar Gunnlaugsson til félagsins á dögunum en ef Pedersen mun fara þá er ljóst að Valur mun sækja sér annan sóknarmann.

Óttar Magnús Karlsson sem er í eigu Molde hefur æft með Val síðustu daga samkvæmt sömu heimildum, möguleiki er á að Óttar komi aftur til Íslands en hann var á láni hjá Trelleborg í Svíþjóð á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester
433Sport
Í gær

Hélt að hann myndi fá tækifæri hjá Emery en var svo seldur

Hélt að hann myndi fá tækifæri hjá Emery en var svo seldur
433Sport
Í gær

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira
433Sport
Í gær

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiginkona Birkis fékk furðulega gjöf frá honum: Biður þá sem halda að hann sé hógvær að ranka við sér

Eiginkona Birkis fékk furðulega gjöf frá honum: Biður þá sem halda að hann sé hógvær að ranka við sér
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?