fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
433Sport

Atli var ásakaður um hitt og þetta: Þetta var það erfiður tími að ég var bara búinn sem þjálfari

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 22:14

Mynd: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Eðvaldsson viðurkennir mistök er hann ákvað að taka við íslenska landsliðinu árið 1999.

Atli hafði gert KR að Íslands og bikarmeisturum áður en KSÍ hafði samband og vildi fá Atla til að taka við landsliðinu.

Atli þjálfaði landsliðið frá 1999 til 2003. Hann ræddi við RÚV í dag og um mikla erfiðleika sem fylgdu því að vera landsliðsþjálfari.

Miðað við orð Atla þá sér hann eftir því að hafa gerst landsliðsþjálfari. Hann talar um rosalega erfiða tíma.

,,Þá gerði ég kannski stóru mistökin mín, að fara yfir í landsliðið. Það var erfitt,“ sagði Atli um ákvörðunina að taka skrefið.

,,Mér fannst ég vera rosalega einn. Ég tapaði mínum fyrsta leik gegn Dönum og þá varð allt brjálað. Það varð allt brjálað eftir það.“

,,Við endum samt með einhver 12 stig. Ég var með Guðmund Hreiðarsson sem aðstoðarþjálfara, við vorum bara tveir!“

,,Núna er þetta teymi sem fylgir þér allan liðlangan daginn, við vorum bara tveir og gerðum þetta eins og hjá KR.

,,Það var farið yfir í skipulag og færslur en það þótti leiðinlegt. Það er talað um að að það séu leiðinlegar æfingar.“

,,Svo var svo gaman að hlusta á þegar Ísland komst á EM. Þá sagði Lars [Lagerback] við Aron Einar: ‘Segðu hvernig þér fannst æfingarnar.’ Aron horfði á hann og sagði að þær væru ógeðslega leiðinlegar.“

,,Það er alltaf þetta sama, alltaf þetta sama og alltaf þetta sama. Þetta er það sem skilar árangri.“

,,Þetta var rosalega erfiður tími. Þetta var það erfiður tími að ég var bara búinn sem þjálfari eftir landsliðið.“

,,Sama hvar maður kom þá var maður ásakaður um hitt og þetta. Þú gast ekki farið út að borða, fólk var að kommentera. Fólk með æsing. Þetta er snjóbolti sem fer af stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigandi City á tvær eiginkonur: Samanburður á honum og Salman sem hefur áhuga á United

Eigandi City á tvær eiginkonur: Samanburður á honum og Salman sem hefur áhuga á United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Moldríki Rússinn sem elskar að reka menn: Hefur kostað hann fleiri milljarða

Moldríki Rússinn sem elskar að reka menn: Hefur kostað hann fleiri milljarða
433Sport
Í gær

Varðhunda æði í enskum fótbolta: Kosta fleiri milljónir stykkið

Varðhunda æði í enskum fótbolta: Kosta fleiri milljónir stykkið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir gagnrýni stuðningsamanna á Gylfa: ,,Gerum alltaf kröfu á kraftaverk“

Gagnrýnir gagnrýni stuðningsamanna á Gylfa: ,,Gerum alltaf kröfu á kraftaverk“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enginn hefur fengið borgað síðan í ágúst – Aðeins sjö mættu til leiks í ótrúlegu tapi

Enginn hefur fengið borgað síðan í ágúst – Aðeins sjö mættu til leiks í ótrúlegu tapi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Danski brjálæðingurinn fékk kast á æfingu og Ronaldo missti tönn

Danski brjálæðingurinn fékk kast á æfingu og Ronaldo missti tönn