fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Tryggvi um símtal sem hann fékk árið 1994: Þú segir bara já

Victor Pálsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Gestur þáttarins í þessari viku er Tryggvi Guðmundsson, fimmfaldur Íslandsmeistari og markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Tryggvi átti magnaðan feril, hann var óþolandi leikmaður að mæta. Skoraði mikið og vann titla.

Tryggvi lék með mörgum liðum á sínum ferli og þar á meðal KR en hann stoppaði í eitt ár hjá félaginu árið 1994.

Tryggvi hafði fyrir það verið duglegur að skora með ÍBV en fékk einn daginn símtal frá Guðjóni Þórðarsyni sem var tekinn við KR.

Tryggvi segir að það hafi ekki komið til greina að neita því boði en hann var þó í smá erfiðleikum til að byrja með í Frostaskjólinu.

,,Heitasti þjálfari landsins á þeim tíma, Guðjón Þórðarson, hringdi í mig og sagði að ég væri spennandi leikmaður sem hann vildi fá að njóta,“ sagði Tryggvi.

,,Einhver gutti í Vestmanneyjum að fá símtal frá Guðjóni Þórðarsyni sem hafði gert góða hluti með ÍA og tekur við KR, þú segir bara já.“

,,Þetta var svolítið erfitt því þetta voru bara 18 leikir og ég byrja í þriggja leikja banni.“

,,Ég hafði tímabilið áður spilað með 2. flokk og meistaraflokki og var með samansafnaða punkta. Ég fékk rautt spjald í lokaleik hjá 2.flokki sem þýðir að ég gat bara spilað 15 leiki max.“

,,Þetta var samt gaman og sérstaklega gaman því KR hafði ekki unnið titil í 27 ár og við urðum bikarmeistarar þetta árið. Gjörið svo vel KR!“

,,Ég fór bara einn í bæinn, ég átti kærustu á þeim tíma sem bjó í bænum en þetta voru viðbrigði. Ég þurfti ekki strætómiða, ég bjó á Hringbrautinni og vann á háskólalóðinni og spilaði í Vesturbænum, fínn hringur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar