

Írland vann frækinn 2-0 sigur á Portúgal í undankeppni EM í kvöld en Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins. Cristiano Ronaldo var rekinn af velli og virtist kenna Heimi um það.
Bæði mörk Íra komu í fyrri hálfleik en eftir klukkutíma leik fékk Ronaldo sitt fyrsta rauða spjald í sögunni með Portúgal.
Ronaldo fékk rauða spjaldið fyrir að slá til leikmanns Írlands.
Ronaldo sent aff unreal 🤣🤣🤣🤣 pic.twitter.com/D2RMquWzJO
— Manpreet 🇧🇪 (@ManpreetPTFC_V5) November 13, 2025
Fyrir leik hafði Ronaldo svarað Heimi en eftir fyrri leik liðanna sagði Heimir að Ronaldo hefði stjórnað dómaranum í fyrri leik liðanna.

„Ég tel að hann sé með þessu bara að reyna að hafa áhrif á dómarann í leiknum á morgun. Án efa. Hann er sniðugur maður,“ sagði Ronaldo fyrir leikinn.
Þegar búið var að reka Ronaldo af velli gekk hann svo að Heimi og benti á hann, atvik sem vakið hefur mikla athygli.
A few minutes before receiving his red card, Ronaldo made a crying gesture towards an Ireland player. In the end, the Ireland player got the last laugh.
pic.twitter.com/KIFAxyCbQo— TheScreenshotLad (@thescreenlad) November 13, 2025