fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Góð veiðivon í Varmá 

Gunnar Bender
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varmáin hefur verið að gefa fiska þrátt fyrir erfiðar aðstæður síðustu vikur vegna leysinga. Við fengum fréttaskeyti frá Brjáni Guðna sem var þarna ásamt félögum á sumardaginn fyrsta.

Aðstæður voru krefjandi og mikið vatn og var áin búin að vera í flóðum þannig að það flæddi yfir bakka. Þeir lönduðu 10 fiskum á hitt og þetta svo sem Green Butt, Silver Wilkinsons og Black ghost, púpur voru einnig að gefa vissulega.

Þarna voru menn að prófa ýmislegt eins og flugnaval gefur til kynna. Veiðistaðirnir sem gáfu voru frá 1-16 en undir kvöldið var mikið um líf á Stöðvarbreiðunni.

Varmáin er núna komin í gott veiðivatn og ætti að koma mikill hvellur í veiðina enda hefur vorið verið frekar seint á ferðinni þetta árið.

Samkvæmt veðurspá eru hlýjindi framundan og er t.a.m spáð 11 stiga hita á miðvikudaginn. Núna fer lífríkið í gang af fullum krafti og skemmtilegir tímar framundan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband